Grillaðar kjúklingabringur í kryddlegi

13. júlí 2012

Kryddlögur

3 msk. dijon-sinnep
30 ml sítrónusafi
50 ml olía
2 msk. sojasósa
2 msk. grænt pestó
3 msk. púðursykur

Kjúklingur

Skerið fjórar kjúklingabringur í tvennt.Látið þær liggja í kryddleginum í

um 40 mínútur og grillið svo í grillgrind.

Grillað rótargrænmeti

1 pakkning smámaís
150 g rauðlaukur
1 gulur kúrbítur
1 grænn kúrbítur
1 sæt kartafla
1 askja Flúðasveppir

Aðferð

Skerið grænmetið í millistóra bita, setjið olíu yfir og kryddið með McCormick barbecue-

kryddi. Steikið á opinni pönnu á grillinu.

Steiktar perur

3 perur
100 ml mango chutney
4 msk. rjómahvítlauksostur

Aðferð

Skrælið perurnar og skerið í mátulega bita. Blandið þeim saman

við mangó chutney-ið og rjómaostinn. Steikið á pönnu í um 20 mínútur.

Sósa

200 ml grísk jógúrt
100 ml hrein jógúrt
1 paprika
steinselja
1 msk. síróp

Aðferð

Skerið paprikuna og steinseljuna smátt og blandið öllu saman.