Grilluð bbq-krydduð kjúklingalæri með bbq-sósunni þinni

6. september 2013

Fyrir 4

4-8 bbq-krydduð heil kjúklingalæri frá Holta

BBQ-sósa

4 dl bbq-sósa eftir smekk. Bragðbættu sósuna og gerðu að þinni, til dæmis með 2 msk. af smátt söxuðum engifer eða 0,5 dl af viskíi eða kryddjurtum.

Skerið 4 skurði báðum megin í lærin. Grillið á milliheitu grilli í 20 mínútur. Snúið lærunum reglulega. Bragðbætið bbq-sósuna eftir smekk og takið helminginn frá til þess að pensla lærin. Penslið lærin með sósunni báðum megin og grillið í 3 mínútur í viðbót. Snúið þá lærunum og grillið í 3 mínútur til viðbótar. Berið lærin fram með restinni af sósunni og til dæmis salati, grilluðu grænmeti og kartöflum.