Forréttur fyrir 8 og aðalréttur fyrir 4
6-800 g kjúklingalundir
Grillspjót
Klettakálspestó
1 poki klettakál
2 msk. furuhnetur
2 msk. rifinn parmesanostur
2-3 hvítlauksgeirar
1-2 msk. ljóst balsamedik
1-2 msk. sítrónusafi
1 msk. sykur
Salt og pipar
1,5 dl olía, ekki ólífuolía
Allt sett í matvinnsluvél og maukað.
Teriyaki-sósa með hvítlauk, engifer og chilli
2 dl teriyaki-sósa
2-3 hvítlauksrif, smátt söxuð
1,5 msk. engifer, smátt saxað
0,5 steinlaust chilli, smátt saxað
2 msk. balsamikedik
1 msk. hlynsíróp
Allt sett í skál og blandað vel saman.
Sesam-vinaigrette
1 dl þurrristuð sesamfræ
1,5 msk. hunang
1 msk. dijon sinnep
1 msk. sítrónusafi
1 msk. ljóst edik
Salt og nýmalaður pipar
1,5 dl olía
Setjið allt nema olíu í matvinnsluvél og grófmaukið. Hellið þá olíunni í mjórri bunu í skálina og látið vélina ganga á meðan.