Hvítlauksmarineraðar Holta bringur með graslaukssósu

17. ágúst 2012

Marinering og kjúklingur

800 g Holta bringur
3 hvítlaukar, gróft skornir
1/2 lúka steinselja, gróft skorin
4 tsk. McCormick lemon herbs krydd
100 ml olía

Blandið öllu saman og látið bringurnar liggja í marineringunni í um 40 mínútur áður en þær eru settar á grillið.

Grillaðar kartöflur

Skerið kartöflurnar í tvennt. Hellið olíu yfir og kryddið með salti og pipar. Grillið kartöflurnar á grillpönnu.

Kirsuberjatómatar
2 box af kirsuberjatómötum
síróp

Setjið tómatana á spjót og hellið sírópi og olíu yfir þá og grillið.

Graslaukssósa

180 ml grísk jógúrt
60 ml létt AB-mjólk
4 msk. hunang
2 tsk. McCormick Morgan seasoning
1 box ferskur graslaukur, smátt skorinn

Blandið öllu saman og njótið. Getur verið að hamingjan sé fólgin í góðum grillmat?