Kjúklingabitar í BBQ með hvítkálssalati

24. ágúst 2012

Kjúklingur og bbq-sósa

2 heilir Holta kjúklingar
McCormick barbecuekrydd
Olía

Hlutið kjúklingana í bita, penslið með olíu, kryddið og grillið.

Barbecue-sósa

1 flaska Heinz chili-tómatsósa
3-4 msk. hunangssíróp
3-4 msk. síróp
2 tsk. McCormick mesquite-krydd
1 msk. olía

Blandið öllu saman. Veltið kjúklingabitunum upp úr sósunni um leið og þeir eru teknir af grillinu.

Hvítkálssalat

1 hvítkálshaus, þunnt skorinn
4 gulrætur, þunnt skornar
2 eggjarauður
150 ml olía
2 msk. síróp
1 tsk. edik

Þeytið eggjarauðurnar, blandið olíunni varlega saman við, því næst sírópi og ediki. Bætið grænmetinu við.

Steiktar kartöfluskífur

Skerið nýjar íslenskar kartöflur í skífur. Setjið olíu yfir og kryddið með salti. Steikist í ofni við 180 gráður í 30 mín.

Jógúrt chili-sósa

200 ml grískt jógúrt
1 msk. Worcestershire-sósa
4 msk. Heinz chili-tómatsósa
2 msk. sætt sinnep

Blandið öllu saman