Kjúklingabringuskip með kaldri kryddjurtasósu og grilluðu meðlæti

14. júní 2013

Fyrir 4 

2-3 bringuskip, hvítlauks- og svartpiparkrydduð frá Holta
Olía

Kryddjurtasósa

1 dl Ab-mjólk
1 dl sýrður rjómi
1 dl majones
1-1 1/2 msk. sítrónu- eða limesafi
1 msk. hlynsíróp (maple)
1 dl blönduð fersk krydd t.d. basilíka, minta, timjan og kóríander
Salt og nýmalaður pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.