Kryddhjúpaður og fylltur hátíðarfugl með rósmarínsósu

13.12.2013

Kryddhjúpaður og fylltur hátíðarfugl með rósmarínsósu

1 hátíðarfugl u.þ.b. 2-3 kg.
Salt og nýmalaður pipar

Fylling

200 g tilbúin brauðfylling, t.d. Herb Seasoned stuffing frá Pepperidge Farm
200 g alifuglahakk eða grísahakk
1 dl hvítvín
1 egg
Salt og nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman. Setjið síðan fyllinguna inn í fuglinn.

Kryddhjúpur

100 g bráðið smjör
1 pakki Provencale frosin kryddblanda frá Findus

Blandið vel saman.

Rósmarínsósa

2 msk. olía
1 laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2-3 rósmaríngreinar eða 1 msk. þurrkað
2,5 dl hvítvín
2,5 dl kjúklingasoð eða vatn og kjúklingakraftur
2,5 dl rjómi
Sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
Salt og nýmalaður pipar