Lundir og leggir með Úllasósu

30.11.2012

 

Úllalasósa
5 cm bútur engiferrót, skræld
1/2-1 chili-aldin, fræ hreinsað
3-4 hvítlauksgeirar
1 tsk. kóríanderfræ, má sleppa
1 tsk. rósapipar, má sleppa
1 tsk. milt karrí
1 tsk. paprikuduft
2 msk. hunang
2 msk. balsamedik
3 msk. ostrusósa
2 msk. tómatsósa
2 msk. sætt sinnep
3 msk. sérrí, má sleppa
2-3 dl olía
Setjið allt nema olíuna í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið þá olíunni saman við í mjórri bunu og látið vélina ganga á meðan.

 

Kjúklingaleggir Úllala

12 kjúklingaleggir
2 + 2 dl Úllalasósa
Skerið 4-6 skurði þvert á leggina með beittum hníf. Veltið þeim svo upp úr 2 dl af Úllalasósu og geymið í kæli í 2-24 klst.
Setjið því næst leggina á bökunarpappír í ofnskúffu og bakið í 20 mín í ofni við 185-190°C.
Berið fram til dæmis með bökuðum kartöflubátum, grænmeti og afganginum af Úllalasósunni.


Kjúklingalundir
úllala með kínakáli
2 msk. olía
600 g kjúklingalundir eða annað kjúklingakjöt í bitum
Salt og nýmalaður pipar
200 g blandað grænmeti eftir smekk, skorið í hæfilega bita
150 g hvíti parturinn af kínakáli skorinn í strimla, má nota spínat
2-3 dl Úllalasósa