Marineraðir kjúklingaleggir með wok-grænmeti og ljúffengri sósu

01.11.2013

Marineraðir kjúklingaleggir með wok-grænmeti og ljúffengri sósu

Kjúklingur

1 kg úrbeinuð kjúklingalæri

Marinering á kjúkling

1 bolli soyasósa
1 bolli appelsínusafi
1 bolli olía
1 stk. bird eye chili
25 g rifið engifer
½ hvítlauksgeiri, rifinn niður
2 msk. ristuð og mulin coriander-fræ

Öllu blandað saman og sett á kjúklinginn. Hann er látinn marinerast í sólarhring og síðan grillaður.

Sósa

500 ml jógúrt
30 g hunang
100 g salthnetu-paste
börkur af einu lime
1 geiri hvítlaukur, rifinn niður
15 g engifer, rifið niður
Kóríander, saxaður
1 sítrónugras, rifið niður
1 stk. bird eye chili, saxað smátt
Salt
Lime-safi

Öllu blandað saman og smakkað til.

Dressing á wok-grænmeti:

2 bollar appelsínusafi
2 bollar olía
1 bolli soyasósa
1 msk. chili-flögur
Söxuð minta

Öllu blandað saman

Rótargrænmetissalat:

1 kínahreðka
1 sæt kartafla
Grasker
1 stk. butternut-grasker

Graskerið skorið í báta og grillað þangað til rendur eru komnar í graskerið. Klárað að elda á 160°C í 5 mín. eða þangað til eldað í gegn. Grænmetisdressing er hellt yfir og kryddað með salti og pipar.