Paleo-vænn steinaldarkjúklingur með peru-valhnetusósu, marineruðu spergilkáli og rauðkálssalati

15.11.2013

Marinerað spergilkál

1 spergilkálshaus skorinn í bita og settur í skál. Smá ólífuolíu hellt yfir og örlitlu sjávarsalti. Þessu er velt og nuddað vel inn í spergilkálið og geymt í kæli yfir nótt. Smá sítrónusafa ýrt yfir spergilkálið rétt áður en það er borið fram.

Kjúklingur

600 g kjúklingabringur eða -lundir

Sósan

2 perur
Hálft búnt steinselja
smá vatn
1 dl af valhnetum
Safi úr einni sítrónu
Smá salt

Salat

1/2 haus ferskt rauðkál
2 stönglar sellerí
1 sítróna
1 epli
1/4 tsk. negull
½ tsk. sjávarsalt
½ dl ólífuolía