Rifsberjamarineraðar Holtabringur með fylltum paprikum og mintusalsa

10.08.2012

Marinering og kjúklingur

800 g Holtabringur
2 dl rifsber
50 ml olía
50 ml síróp
3 stk. ferskur chili-pipar
Safi úr 2 límónum
Salt og pipar eftir smekk

Látið liggja í marineringu í um 40 mínútur.

Fylltar paprikur

150 g rjómaostur
5 langar paprikur
4 msk. paprikupestó frá Sacla
2 msk. Chili Lime Chutney frá Smitom
1 blaðlaukur

Sætar kartöflur

2 sætar kartöflur skornar í 3 cm sneiðar. Setjið olíu yfir og síðan bragðbætt með salti og pipar.

Mintusalsa

1 dl fersk minta, gróft skorin
1 dl extra virgin ólífuolía
10 kirsuberjatómatar, hver skorinn í fjóra parta
20 g fersk engiferrót, smátt skorin
3 msk. síróp
2 stk. ferskir chili-pipar, smátt skornir

Blandið öllu saman og látið standa í 30 mínútur áður en borið er fram.

Gangi ykkur vel og munið að Elvis lifir í okkur öllum með bros í hjarta.