Soðnir og djúpsteiktir kjúklingaleggir í kryddraspi með Harissa-sósu

14.02.2014

12-16 kjúklingaleggir
2 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
1 msk. engifer, gróft saxað
1/2 chilli-pipar
2 tsk. harissa-mauk
1 tsk. salt

Vatn þannig að fljóti yfir leggina.
Setjið allt í pott og sjóðið við vægan hita í 2 mín. Veiðið þá leggina upp úr vatninu og kælið lítið eitt.

Kryddraspur

1-2 dl hveiti
2 egg
1 dl mjólk
1 dl brauðrasp
1 dl kurlað Pesto Cruton (brauðteningar), fæst í Hagkaup

Harissa-sósa

1 dl sýrður rjómi
1 dl Ab-mjólk
1 dl majones
3-4 tsk. harissa-mauk
Fínt rifinn börkur og safi úr 1 límónu
1 tsk. hlynsíróp
2 msk. kóríander, smátt saxað, má sleppa
Salt og nýmalaður pipar

Allt sett í skál og blandað vel saman.