Teriyaki-kjúklingabringur í brauði

06.07.2012

Með steiktum sætum kartöflum og jógúrtsósu

Kjúklingur

4 Holta-bringur
4 hamborgarabrauð
Ólífuolía
Rauðlaukur
Tómatar
Rómansalat
Parmesanostur

Marinering

75 ml teriyaki-sósa
25 ml sesamolía
Safi úr einni límónu

Sætar kartöflur

2 stórar sætar kartöflur
Ólífuolía
Sykur og salt

Sætu kartöflurnar skrældar og skornar í ferninga sem eru um 1 cm x 1 cm.

Smá sykri og salti stráð yfir kartöflurnar ásamt ólífuolíu.

Steikt í steikingarpotti í um 15 mínútur í ofni.

Jógúrtsósa

1 dós hreint jógúrt
1/4 gúrka, taka kjarna úr
1 tsk hrásykur
Salt og pipar

Öllu blandað saman.