Ítalskt kjúklingasalat með klettakálspestó

14.02.2007

Hráefni:

3 msk olía
400 gr steiktar kjúklingalundir, bringur eða úrbeinuð læri, skorið í bita
Salt og nýmalaður pipar
2 pokar blandað salat
12 ólífur
12 hvítlauksgeirar, olíulegnir úr krukku
2 msk furuhnetur
1 paprika, skorin í bita
1 rauðlaukur, skorinn í bita
10 dvergtómatar, skornir í báta

Öllu hráefninu er blandað vel saman og það sett í skál.

Klettakálspestó:

1 poki klettakál
4-5 hvítlauksgeirar
2 msk furuhnetur
2 msk parmesanostur
1 msk ljóst edik
1 msk sítrónusafi
2 dl ólífuolía
1 msk sykur
Salt og pipar

Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel og síðan hellt yfir kjúklingasalatið.