Marokkóskar kúmín og chillilegnar kjúklingabringur með cous cous salati

14.02.2007

Hráefni:

600 gr kjúklingabringur
2 tsk kúmín
1 tsk chilliduft
2 pressaðir hvítlauksgeirar
1 dl olía

Blandið öllu vel saman í skál og geymið í kæli í 1 klst.

Cous cous salat:

4 bollar soðið cous cous
1 tómatur, smátt saxaður
1 laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 dl steinselja, smáttsöxuð
1 dl minta, smátt söxuð
3 msk sítrónusafi

Öllu blandað vel saman.