VÖRUR

Við framleiðum 100% kjúkling.

Holta hefur að markmiði að framleiða hágæða vöru sem stenst allar kröfur neytenda.  Með fjölbreyttu vöruúrvali, skemmtilegum nýjungum í framleiðslu höfum við brotið vöruframoð okkar niður í flokka til að auðvelda val og innkaup.  Flokkarnir eru álegg og pylsur, eldaðar afurðir, frosinn og ferskur kjúklingur og að lokum heitir réttir.  Vörulínan er annars vegar hönnuð með neytendur í huga og hins vegar fyrir stóreldhús og veitingahús.  Í öllum tilfellum er um að ræða 100% íslenska framleiðslu þar sem gæði og fagmennska ráða för.  Okkur hjá Holta er umhugað um framleiðsluna á öllum stigum, við erum meðvituðu um samfélagslega ábyrgð og leggjum áherslu á vistvænar aðferðir. Skoða samfélagsvef!

Veitingahús og stóreldhús

Holta býður hentugar lausnir til fyrirtækja og stofnana.  Stærri og hagkvæmari magninnkaup í þægilegum geymslueiningum.  Skoðaðu úrvalið og hafðu samband við okkur í söludeildinni.  sala@holta.is

Skoða vörur

Verslanir

Nýjar umbúðir og nákvæmari merkingar gefa þér enn betri vöru en áður.  Í magnbökkum Holta fer vel um vöruna og við hún viðheldur sömu gæðum frá því hún er pökkuð og fram að síðasta söludegi.  Holta hefur innleitt strikamerkjatækni sem gefur sveigjanleika í verðum eftir því sem nær dregur síðasta söludegi vörunnar.

Skoða vörur

Vörulisti

Þú getur nálgast vörulista Holta á PDF formi, skoðað á vefnum, vistað eða prentað út.  Ef þig vantar frekari upplýsingar um framleiðslu og vöruúrval Holta, hafðu þá samband við okkur í söludeildinni.  sala@holta.is

 

Skoða vörulista