Ferlið og umhverfið

Reykjagarður hf. hefur sett sér markmið og leggur áherslu á að starfsemin sé í sátt og samlyndi við samfélag og umhverfi. Í búskapnum er tekið mið af heilbrigðum og hollum framleiðsluþáttum og dýravelferð í hávegum höfð. 

Ferlið og umhverfið

Reykjagarður hf. hefur sett sér markmið og leggur áherslu á að starfsemin sé í sátt og samlyndi við samfélag og umhverfi. Í búskapnum er tekið mið af heilbrigðum og hollum framleiðsluþáttum og dýravelferð í hávegum höfð. 

Ábyrgð

Ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi.

Fyrirtækið er aðili að Festu, samtökum um samfélagslega ábyrgð og hefur undirgengist skuldbindingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Í búskapnum er tekið mið af heilbrigðum og hollum framleiðsluþáttum og dýravelferð í hávegum höfð.  Sett hafa verið markmið og stefnur varðandi öryggi, jafnrétti og samskipti við starfsfólk, samstarfsaðila og síðast en ekki síst viðskiptavini og neytendur.

Umhverfisvænt framleiðsluferli

Lögð er áhersla á skynsamlega notkun á orku, umgengni við umhverfi, umbúðir og endurnýtingu. 

Húsdýraáburður sem fellur til í búskapnum er nýttur á tún og akra og ráðstafað til landgræðslu og skógræktar.  Úr lífrænum afurðum sem ekki nýtast til manneldis er framleidd fita sem fer m.a. til framleiðslu á lífdiesel og kjötmjöli, sem eins og húsdýraáburðurinn er kjötmjölið nýtt sem áburður í landgræðslu og skógrækt, sem bindur kolefni og vegur þannig upp á móti kolefnsspori starfseminnar. 

Skv. skýrslu Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. sem unnin var fyrir Félag kjúklingabænda vorið 2021 virðist kolefnisspor í kjúklingabúskap á Íslandi langt neðan við heimsmeðaltal og með því lægsta sem þekkist í heiminum. 

Einnig má af skýrslunni ráða að kolefnisspor íslensks kjúklingakjöts sé minna en flestra annarra dýraafurða til manneldis.

Reykjagarður hf

Fosshálsi 1

110 Reykjavík

Opnunartímar

Söluskrifstofa er opin virka daga

frá 08:00-16:00

Póstlisti Holta

UN Global Compact
Framúrskarandi Fyrirtæki
Framúrskarandi fyrirtæki