FRÉTTIR

Breyting á frammistöðuflokkum
11-Feb-2016

Við reglubundið eftirlit hjá Reykjagarði hf., A059, hefur það verið staðfest að fyrirtækið sinnir úrbótum og er með virka úrbótaáætlun og þvi færist fyrirtækið úr frammistöðuflokki B í frammistöðuflokk A. Við það verða eftirlitstímar við reglubundið eftirlit helmingi færri eða 18 tímar á næsta tímabili sem er frá deginum í dag og eitt ár fram í tímann. Frammistöðuflokkun fyrirtækja byggir á niðurstöðum úr reglubundnu eftirliti. Þar eru lagðar til grundvallar ákveðnar forsendur fyrir því hvernig starfsstöðvar færast á milli flokka.

Tekið er meðaltal tveggja síðustu skoðana og þarf fyrirtækið að standast viðmiðanir sem lýst er nánar í skjali Matvælastofnunar "Áhættuflokkun - Matvæli úr dýraríkinu og fóður - Mat á eftirlitsþörf fóðurfyrirtækja og fyrirtækja sem vinna matvæli úr dýraríkinu", kafli 2.7.2 Færsla á milli flokka.

Hægt er að nálgast þetta skjal á heimasíðu MAST.

http://www.mast.is/library/Bodberar/AhaettuflokkunMatvaeliurdyrarikinuogfodur20130205.pdf

 

Fuglar í frjálsum húsum
11-Feb-2016

Frá upphafi hefur allur fugl verið frjáls í húsum Reykjagarðs, hvort heldur um sé að ræða foreldrafugl eða eldisfugl, á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að velferð fuglanna, með tilliti til aðbúnaðar. Það hefur það meðal annars leitt til meiri frjósemi hvort heldur er í útungun eggja eða fjölda unga á móður.

Nýtt eldishús tekið í notkun
11-Feb-2016

Reykagarður tók í notkun 735 fm eldishús í byrjun árs 2015 sem er með mjög fullkomnum stjórnbúnaði sem tryggir velferð kjúklingsins, með tilliti til hitastigs, rakastigs, lýsingu og loftræstingu. Er hér um að ræða einn fullkomnasta búnað sem völ er á í dag.