Hátíðarkjúklingur
Hátíðarkjúklingurinn frá Holta er séralinn, sérstaklega stór og safaríkur.
Hann fæst bæði léttreyktur og klassískur og er tilvalinn á veisluborðið eða þegar gera á vel við sig.
Hátíðarkjúklingur
Hátíðarkjúklingurinn frá Holta er séralinn, sérstaklega stór og safaríkur. Hann fæst bæði léttreyktur og klassískur og er tilvalinn á veisluborðið eða þegar gera á vel við sig.
Framreiðslutillögur
Klassíski.
Kryddið með ykkar uppáhalds kjúklingakryddi áður en hann er settur inn í ofn. Eldið miðað við eldunarleiðbeiningarnar að neðan til þess að tryggja mjúkt og safaríkt kjöt.
Gott er að bera fram með rjómasveppasósu, hrásalati, maísstöngum, frönskum kartöflum og fersku salati, eða því meðlæti sem ykkur finnst best.
Léttreykti.
Léttreykti hátíðarkjúklingurinn er mildari og léttari en hefðbundinn reyktur matur, en heldur samt sínu einstaka reykbragði. Hann er því tilvalinn á veisluborðið – bragðmikill, safaríkur og fullkominn fyrir hátíðleg tilefni.
Gljái fyrir eldun:
Blandið saman
- 150 g púðursykri
- 3 msk Dijon-sinnepi
- 1 msk hunangi
Hrærið vel saman og berið á kjúklinginn áður en hann fer í ofninn. Eldið samkvæmt leiðbeiningunum að neðan.
Berið fram með rjómasveppasósu, brúnuðum kartöflum, rauðkáli og aspas fyrir klassíska og hátíðlega máltíð. Eða því meðlæti sem er í uppáhaldi hjá ykkur með reyktum mat.
Eldunarleiðbeiningar
Hitastig: 170°C
Steikingartími: 45–60 mínútur á hvert kíló við 170°C
Kjarnhiti: 70°C
Mátulegur hiti er um 170°C. Í lok steikingartímans má hækka hitann lítillega til að fá fallegan, gullinn lit á kjúklinginn.
Gott er að ausa reglulega soði eða feiti yfir kjúklinginn á meðan hann er eldaður – það tryggir safaríkt og bragðgott kjöt.